Ljóð og lag: B. Ahlfors
Íslensk þýðing: Heimir Pálsson
Ef þig langar að syngja þinn söng,
er söngvastundin að renna upp núna.
Enginn syngur þann söng í þinn stað.
Á morgun er orðið til söngs of seint,
við syrgjum þau ljóð sem í þögnina dóu.
Svo settu nú ekki þinn söng á frest,
heldur syngdu hann nú! Það er best.
Ef þú, vinur, átt örlitla ást,
er ástarstundin að renna upp núna
og enginn mun elska í þinn stað.
Að elska á morgun er allt of seint
og ónýt hver löngun sem fékk ekki að rætast.
Svo sláðu því ást þinni ekki á frest,
heldur elskaðu nú! Það er best.
Ef þig langar að njóta þíns lífs,
eru lífsins stundir að renna upp núna.
Enginn lifir því lífi í þinn stað.
Að lifa á morgun er löngu of seint,
menn láta sér fátt þótt þú ætlir og viljir.
Svo láttu ekki slá þínu lífi á frest,
heldur lifðu því nú! Það er b