Döggin á rósum

Lag: Rodgers & Hammerstein. Ljóð: Flosi Ólafsson

Döggin á rósum og kettlingur kátur
kola í eldhúsi pottar og pjátur
bögglar með snæri og bundið í kross
betra er ekki í heiminum hnoss.

Glófextir hestar og bollur og bökur
bjöllur á sleðum og fínustu kökur
gæsir á flugi og fegurstu hross
finnst ekki betra í heiminum hnoss.

Hvítklæddar telpur í flíkunum fínum
fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum
fannhvítir vetur og vorglaður foss
varl´er í heimininum ljúfara hnoss.

Bíti hundur, berji hestur, bregðist gæfan mér
þá minnist ég þess sem að mér þykir best
og mæðan úr hug mér fer.