Betlehemsstjarnan

Lag Áskell Jónsson. Ljóð Úlfur Ragnarsson. Úts. Jón Hlöðver Áskelsson.

Lýsir af himni, lífsins bjarta stjarna
leiðsögn sem aldrei í myrkrinu brást
til hans, sem er yndi allra jarðarbarna.
Enginn í heiminum göfugri sást.

:,: Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,:

Vertu sem barnið bara fylgdu honum
byrðum hann léttir af öllum sem þjást.
Veitir þér huggun, hjartað fyllir vonum.
Himinsins stjörnur í augunum sjást.

:,: Ástúðin er hann inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,:

Lýs milda stjarna leiðir jarðar allar.
Leys hverja deilu, er mennirnir kljást.
Líknaðu þreyttum þegar degi hallar.
Við þröskuldinn hinsta skal sigurinn nást.

:,: Ástúðin er hann, inn í hjörtun fer hann.
Umhyggju ber hann í brennandi ást. :,: