10 ára afmælistónleikarnir s.l. laugardag gengu mjög vel og söng kórinn fyrir fullum sal í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi.
Góður rómur var gerður að upprifjun á eldri lögum kórsins og ekki síður að nýrri lögum undir stjórn Daníels Þorsteinssonar. Frumflutt var nýtt lag eftir hann við Árstíðirnar, texta Önnu Dóru Gunnarsdóttur, kórfélaga og var það flutt aftur í lok tónleika ásamt perlunni Tvær stjörnur eftir Megas.
Um kvöldið fögnuðu kórfélagar, stjórnendur og gestir afmælinu í Hlíðabæ, við mat, skemmtiatriði og dans fram á nótt.