Æfingar á haustönn undir stjórn nýs kórstjóra hafa gengið vel. Æfingadagur var haldinn 10. nóvember og var þá m.a. byrjað að æfa jólalögin.
Að þessu sinni heldur kórinn ekki sína eigin jólatónleika en tekur þess í stað þátt í tvennum tónleikum með öðrum kórum.
Sunnudaginn 15. desember verða fyrri tónleikarnir kl. 16:00 í Glerárkirkju ásamt Kirkjukór Glerárkirkju.
Seinni tónleikarnir verða fimmtudaginn 19. des kl. 19:00 en Karlakór Eyjafjarðar bauð Kvennakór Akureyrar og einum barnakór að syngja þar með sér sem gestakórar. Þar verða einnig einsöngvararnir Helena Guðlaug Bjarnadóttir, Margrét Árnadóttir og Pálmi Óskarsson.
Nánari upplýsingar eða auglýsingar um þessa tónleika birtast hér síðar.