Í dag var enn sem fyrr sólskin og hiti á okkur ferðalangana í Vesturheimi. Frábær sigling eftir Missisippi, hádegisverður um borð og lifandi tónlist. Kórinn tók svo lagið við frábærar undirtektir annarra farþega og fólkið á árbökkunum sem þar sat i sólbaði, lék sér eða veiddi fisk, tók undir og dillaði sér í takt við músíkina, og ekki síst í laginu Lion sleeps tonight. Kvöldinu lauk svo á veitingastað niðri í bæ, þar sem menn gæddu sér á dýrindis amerískum nautasteikum. Næsta verkefni er svo að pakka niður, morgundeginum verður eytt að eigin vali og beðið eftir flugi um kvöldið, en áætluð koma til Keflavíkur er um kl. 6:30 á mánudagsmorgun.