Akureyrarbær og Kvennakór Akureyrar hafa gert með sér samning um framlög til starfsemi Kvennakórs Akureyrar á árunum 2012-2014. Slíkur samningur hefur áður verið í gildi, en þessi felur í sér hækkun frá því sem verið hefur.
Í samningnum kemur fram að Akureyrarstofa getur óskað eftir þátttöku kórsins í stærri viðburðum sem hún kemur að því að skipuleggja svo sem 17. júní og Akureyrarvöku.
Samkvæmt þessu ákvæði kemur fram ósk um að kórinn taki þátt í hátíðarhöldum árið 2012 í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar, og þá væntanlega í síðustu vikunni í ágúst.