Formlegu vetrarstarfi kórsins lauk með vortónleikum í Laugarborg 28. maí á annan í hvítasunnu. Þrátt fyrir einstaka veðurblíðu voru tónleikarnir vel sóttir og gæddu tónleikagestir sér á kaffi og vöfflum á eftir.
Víkingastytta í Gimli
Þann 20 júní hefjast svo æfingar fyrir Kanadaferðina sem farin verður 2. – 12. ágúst næstkomandi. Flogið verður til Minneapolis 2. og 3. ágúst og þaðan ekið á tveimur dögum til Winnepeg. Kórinn kemur fram og tekur þátt í Íslendingadeginum í Gimli, heimsækir Mikley og heldur tónleika í Riverton og Minneapolis svo nokkuð sé nefnt, en nánar verður sagt frá ferðinni þegar nær dregur.
Það er mikill ferðahugur og tilhlökkun hjá kórfélögum að taka þátt í skemmtilegri dagskrá og hitta afkomendur Íslendinganna sem fluttu til Vesturheims.
Gimli í Kanada