Er hann birtist
Lag: Gunnar Þórðarson Texti: Þorsteinn Eggertsson
Alein bíð ég við gluggann endalaust
eftir að finna hann.
Veit ég af gömlum vana
að hann vanur er að ganga götuna
vor og haust.
Er hann birtist
byrjar mitt hjarta‘ að slá.
Bíð ég aðeins
til að fá hann að sjá
Þó ég þekki hann ekki er ég svo
ástfangin hverju sinni.
Myrkri í stofu minni
ég legg matinn á borðið sérhvert kvöld
fyrir tvö.
Er hann birtist
byrjar mitt hjarta‘ að slá.
Bíð ég aðeins
til að fá hann að sjá
Einhvern tíma hann eflaust biður mín
ég þykist verða hissa
svo fer ég kannski‘að flissa
þá við giftumst og við hann segi ég:
ég er þín.
Er hann birtist
byrjar mitt hjarta‘ að slá.
Bíð ég aðeins
til að fá hann að sjá
Bláu augun þín
Lag: Gunnar Þórðarson Texti: Ólafur Gaukur Þórhallsson
Bláu augun þín
blika djúp og skær,
lýsa leiðina mína
líkt og stjörnur tvær.
Þó að liggi leið
mín um langan veg,
aldrei augnanna þinna
eldi gleymi ég.
Þau minna‘á fjalla vötnin fagurblá,
fegurð þá einn ég á.
Bláu augun þín
blika djúp og skær,
lýsa leiðina mína
líkt og stjörnur tvær.
Lýsa leiðina mína
líkt og stjörnur tvær.
Ástarsæla
Lag: Gunnar Þórðarson Texti: Þorsteinn Eggertsson
Leggðu‘aftur augun þín skær
ástin mín, dagur er fjær.
Svo vil ég vaka þér hjá;
vernda þig – ef að ég má.
Er ég horfi‘á þig hitnar mín sál.
Hverful orð geta‘ei túlkað mitt mál.
Og er sefur þú sætt mun ég vaka‘yfir þér.
Sæll af ást ég er.
Sefur þú nú, sætt og rótt,
sveipuð í rökkri og yl.
Hvíldu hjá mér. Allt er hljótt.
Himnest er að vera til
Sólin er sest. Það er nótt.
Sefur þú nú sætt og rótt.
Fegurð þín færir mér yl.
Gott finnst mér að vera til.
Litlum kossi eg lauslega stel
lítinn þjófnað ég kossinn þann tel
Og er sefur þú sætt mun ég vaka‘yfir þér.
Sæll af ást ég er.
Sefur þú nú, sætt og rótt,
sveipuð í rökkri og yl.
Hvíldu hjá mér. Allt er hljótt.
Himnest er að vera til
Aftur er augun þín skær
opnast þá er ég þér nær.
vernda þig áfram ég vil,
veita þér sælu og yl.
Öðrum kossi þá aftur ég stel.
Aðeins þér alla ást muna fel,
og að síðustu ást mína segi ég þér
sæll af ást ég er.
Sefur þú nú, sætt og rótt,
sveipuð í rökkri og yl.
Hvíldu hjá mér. Allt er hljótt.
Himneskt er að vera til, vera til.