Á aðalfundi Kvennakórs Akureyrar, sem haldinn var 25. september 2022, gengu þær Kristín Elva Viðarsdóttir og Valdís Þorsteinsdóttir úr stjórn, en Margrét Einarsdóttir og Þóra Ákadóttir voru kjörnar í staðinn. En vegna Covid hefur fundartími aðalfundar verið færður frá vori til haust. Stjórnin á tímabilinu 2021 til 2022 var því skipuð Þórunni Jónsdóttur formanni, Guðrúnu H. Hreinsdóttur varaformanni, Sigríði Jónsdóttur gjaldkera, Margréti Einarsdóttur og Þóru Ákadóttur meðstjórnendum.
Fyrsta æfing Kvennakórs Akureyrar þetta haustið var í Brekkuskóla sunnudaginn 3. október.
6. nóvember 2021 stöðvuðust æfingar kórsins vegna heimsfaraldursins og hætt var við fyrirhugaða jólatónleika í desember.
Snemma vors var slakað á fjöldatakmörkunum og æfingar hófust. Kórinn söng við messu á mæðradaginn 8. maí í Akureyrarkirkju og þann sama dag á Öldrunarheimilum Akureyrar. Að því loknu hittust kórfélagar í veislu á Vitanum. Gott var að koma saman eftir fjöldatakmarkanir og einveru.
Á Akureyrarvöku söng kórinn í Lystigarðinum.