Frá hausti 2003 hefur Kvennakór Akureyrar í samvinnu við aðra kóra og tónlistarmenn haldið aðventutónleika til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar. Þar leggja allir sitt af mörkum og gefa vinnu sína til að styrkja gott málefni og rennur ágóðinn óskiptur til Mæðrastyrksnefndarinnar.
Í ár verða haldnir veglegir tónleikar í Hamraborginni í Hofi. Þá fær kórinn til liðs við sig góða gesti, þau
Guðrúnu Gunnarsdóttur og Ívar Helgason.
og auk þess hljómsveit skipaða þeim Aladár Rácz á píanó, Pétri Ingólfssyni á kontrabassa og Emil Þorra Emilssyni á slagverk, stjórnandi er Daníel Þorsteinsson.
Vonast er til að sem flestir sæki þessa tónleika og leggi þar með sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem lítið eða ekkert hafa til að halda sín jól.
Tónleikarnir eru í Hofi fimmtudaginn 8. desember kl. 20:00. Miðaverð er kr. 3000.- en frítt fyrir 14 ára og yngri. Nánari upplýsingar og miðasala eru á www.menningarhus.is