Söngur Gabríellu

Lag: Stefan Nilsson       Ísl texti: Kristján Hreinsson

Þetta líf er líf sem ég á,
þessi litla stund var mér gefin.
Hingað ýtti mér einhver þrá,
allt sem skorti og allt sem vannst.

það er samt sú leið sem ég kaus
sem var orðalaus huggun í þrefi
og mig svolitla ögn lét sjá
af þeim himni sem hvergi fannst.

Ég vil finna að ég lifi,
meðan tími gefst
skal ég lifa eins og ég vil.
Ég vil finna að ég lifi,
vita að ég duga til.

Ég hef aldrei gleymt hver ég er,
ég hef bara látið það liggja.
Kannski átti ég ekkert val,
aðeins viljann sem hélt mér hér.

Ég vil lifa og ljóma lífi mínu í,
geta fundið frelsi og styrk,
sjá að nóttin hörfi á ný.
Ég er hér og mitt líf er lífið mitt


og sá himinn sem von mín var,
hann mun koma í leitirnar.

Ég vil finna fyrir lífinu.