KVENNAKÓR AKUREYRAR BÝÐUR TIL GÓUGLEÐI!!
HALDNIR VERÐA TÓNLEIKAR Í HÖMRUM, HOFI LAUGARDAGINN 5. MARS 2011
KL. 16:00.
KÓRINN MUN EINGÖNGU FLYTJA ÍSLENSKA TÓNLIST EFTIR ÝMSA HÖFUNDA, SVO SEM MEGAS, INGA T. LÁRUSSON, ATLA HEIMI SVEINSSON OG MARGA FLEIRI.
EINSÖNGVARI MEÐ KÓRNUM ER EYRÚN UNNARSDÓTTIR MEZZOSÓPRAN.
MUN HÚN MEÐAL ANNARS SYNGJA RÓSINA EFTIR FRIÐRIK JÓNSSON FRÁ HALLDÓRSSTÖÐUM AÐ ÓGLEYMDRI PERLU MEGASAR, SPÁÐU Í MIG.
ÞETTA VERÐUR ÞVÍ SANNKÖLLUÐ ÍSLENSK SÖNGVEISLA,
EN EINNIG MUNU KÓRKONUR BRJÓTA DAGSKRÁNA UPP MEÐ STUTTUM SÖGUM AF GÖMLUM HEFÐUM OG SÖGNUM TENGDUM GÓUNNI.
STJÓRNANDI OG UNDIRLEIKARI ER DANÍEL ÞORSTEINSSON.
MIÐAVERÐ ER 2000 KRÓNUR EN HÆGT ER AÐ NÁLGAST MIÐA Í HOFI EÐA Á MENNINGARHUS.IS
FRÍTT FYRIR 12 ÁRA OG YNGRI.
GÓÐA SKEMMTUN!!