Kórinn hefur nú tekið til starfa aftur eftir langt hlé af völdum Covid19. Æfingar hófust 31. janúar að viðhöfðum ströngum sóttvarnarreglum. Grímuskylda er á æfingunum, sem skipt er í tvennt, sópranraddir sér og altraddir sér, og allt sótthreinsað á milli. Sú nýjung var einnig tekin upp að hafa beint streymi frá æfingunum til þess að koma til móts við þær kórkonur sem ekki treysta sér á æfingar við þessar aðstæður eða komast ekki.
Æfingar hafa verið fluttar úr Menntaskólanum á Akureyri í Lón, hús Karlakórs Akureyrar-Geysis. Í skólanum höfðu æfingar verið haldnar frá haustinu 2019 en áður höfðu þær verið í Brekkuskóla um árabil.
Stjórnandi kórsins frá haustinu 2019 er Valmar Väljaots og formaður er Þórunn Jónsdóttir.