Sunnudaginn 16. september var aðalfundur kórsins haldinn í Brekkuskóla. Lítilsháttar breytingar urðu á stjórninn þar sem Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir lét af starfi gjaldkera en Sigríður Jónsdóttir tók við. Stjórnin er þá þannig skipuð:
Þórunn Jónsdóttir, formaður, Halla Sigurðardóttir, varaformaður, Sigríður Jónsdóttir, gjaldkeri, Valdís Þorsteinsdóttir, ritari og Margrét Ragúels, meðstjórnandi.
Næst á döfinni hjá kórnum er þetta:
Sunnudaginn 7. október verður haldið bingó í Brekkuskóla til fjáröflunar fyrir kórinn, því nú er fyrirhuguð ferð á kóramót á Ítalíu næsta sumar.
Kórinn syngur í Bleikri messu í Akureyrarkirkju 14. október kl 20, en sú messa er haldin árlega í tengslum við árveknisátak Krabbameinsfélagsins.
Æfingahelgi verður haldin fyrir kórfélaga 27. – 28. október að Hótel Natur á Þórisstöðum á Svalbarðsströnd.