Þakkir fyrir stuðning

alt


Kvennakór Akureyrar stóð fyrir sínum árlegu tónleikum til styrktar Mæðrastyrksnefnd Akureyrar þann 29. nóvember sl. Þetta var í 7. sinn sem kórinn hélt þessa tónleika og tókust þeir afar vel. Venjan er að kórinn fái góða gesti til liðs við sig og í þetta sinn voru það Kvennakórinn Salka á Dalvík og Skólakór Hrafnagilsskóla.

Allir sem komu að tónleikunum á einhvern hátt gáfu vinnu sína,auglýsingar voru fríar og ekki þurfti að greiða fyrir aðstöðuna í Akureyrarkirkju.

Í lok tónleikanna voru Ingu Ellertsdóttur frá Mæðrastyrksnefnd Akureyrar afhentar 350.000 krónur sem var afrakstur tónleikanna.

Kvennakór Akureyrar vill þakka öllum sem komu að þessum tónleikum og ekki síst frábærum tónleikagestum.