Daníel Þorsteinsson 2009 – 2016

013
Daníel Þorsteinsson

Daníel Þorsteinsson píanóleikari er fæddur í Neskaupstað og hóf þar sitt tónlistarnám. Hann lauk  burtfarar- og píanókennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar 1986 og stundaði framhaldsnám við  Sweelinck tónlistarháskólann í Amsterdam, þaðan sem hann lauk prófi árið 1993.

Daníel hefur verið virkur í íslensku tónlistarlífi um árabil, komið fram  sem einleikari m.a. með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem og í  samleik með einsöngvurum og smærri  tónlistarhópum; auk þess sem hann hefur  haldið námskeið í píanóleik, bæði hér á landi og á Spáni. Hann er félagi í Caput og hefur haldið tónleika með hópnum víða í Evrópu auk Norður-Ameríku og Asíu.

Daníel hefur og samið og útsett tónlist s.s. fyrir leikhús, kóra og einsöngvara og leikið inn á fjölda  hljómdiska tónlist af ýmsu tagi. Daníel var tilnefndur bæjarlistamaður á Akureyri árið 2000, býr nú í Eyjafjarðarsveit og gegnir m.a. starfi organista við Laugalandsprestakall í Eyjafirði.