Finnskt þjóðlag. Texti: Kristján frá Djúpalæk. Úts. Franz Burkhart
Vorið er komið, vegu langa,
var þess lengi beðið. Heit er þrá
allra, sem um næturmyrkva göturnar ganga
geisla þann, er fegurst skín – að sjá.
Allir þeir, sem vetrardagsins fjötrarnir fanga,
fagna, þegar blómin anga.
Bað ég í húmi: Birta megi.
Bæn míns anda hlaut að lokum svör:
Sunnan flugu vorboðar og sólbjörtum degi
sungu lof og dýrð á norðurför.
Brjóst mitt svall af fögnuðinum, orðin á eigi
innibyrgður vetrartregi.
Vorið er komið. Vindar hjala,
vatnaniður berst um gluggann inn.
Fegurð byggir lendur sínar frammi til dala,
fagna tré og blóm í hlíðarkinn.
Bárur stíga dansinn létt og tungum þær tala.
Töfrar lífið gamlan smala.