Lag: Ingi T. Lárusson. Ljóð: Einar E. Sæmundsen. Radds.: Jakob Tryggvason.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó sig skarti’af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.