Rauði riddarinn

Rauði riddarinn
Ljóð: Davíð Stefánsson. Lag Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Úts. Hrafnhildur Blomsterberg

 

Svo einmana verður enginn,
að ekki sé von á gesti,
riddara í rauðum klæðum,
sem ríður bleikum hesti.

 

Riddari í rauðum klæðum,
með rjúkandi sigð í höndum,
hleypir, svo hófanna dynur
heyrist í öllum löndum.

 

Af jóreyk mannheimar myrkvast,
og moldin sópast að skjánum.
Riddarinn brýst inn í bæinn,
og blóðið drýpur af ljánum.