Lag J&L Moreno. Ljóð: Ásta Sigurðardóttir
Að heiman úr hreti köldu
hélt ég í sumarfrí
suður til sólarlanda,
sælu´og þrek að fá á ný
Ég synti í hlýjum sjónum,
í sandinum lá og hraut,
sá svarteyga senjórítu,
horfði á svartskeggja fást við naut.
Eina sá þar mey sem ég vænsta tel
hin yndisfagra María Ísabel.
Undurskjótt mitt hjarta hún að sér dró,
er hún til mín brosti og söng og hló.
Sí rí bí rí bim bom bom bom bom!
Mætti ég þeirri meyju,
mild urðu þá mín kjör,
með suðrænan söng í hjarta
og sólskinsbros á vör.
Fljótt var þá leyfi lokið,
Léttbært það ekki tel,
til Íslands aftur að halda
heim frá Maríu Ísabel.
Eina sá þar mey….