Gelískt þjóðlag. Ljóð: Hinrik Bjarnason. Úts.: Björn Leifsson
Líður að kveldi, líður að jólum,
lýsir af eldi ljósa á ný.
Söngur í hjarta, söngur og gleði
hugur við bjarta hátíð og frið
Nýfallin snærinn nóttina felur,
hvítur er bærinn, hvítur sem lín.
Heimurinn birtist hreinn eins og forðum,
þegar hann virtist þjáningarlaus.
Líður að morgni, bak við öll skýin,
skjöldurinn forni skínandi sól.
Birtan og sólin, bænir um friðinn,
birtast um jólin blessað nýtt ár.