Lati sígauninn
Ungverskt þjóðlag. Ljóð: Guðmundur Guðbrandsson. Úts.: Zoltán Kodaly.
Sígauninn í leti lá lengi.
Meira tóbak tuggði þá engi.
Skerðu betur skroið mitt, Rúna.
Skraufþurr tungan heimtar sitt núna.
Skuggann í skreið hann fljótt,
skarpur hitinn bagar.
Sofa, sofa sætt og rótt,
svona líða dagar.
Sólin rís, sólin fer,
samviskan ei bagar,
sofa, sofa sætt og rótt,
svona líða dagar.