alt

Um Kvennakór Akureyrar

Kvennakór Akureyrar var stofnaður á vordögum 2001. Í honum starfa nú að jafnaði um 60 konur frá Akureyri og nærsveitum. Frá haustinu 2016 er formaður kórsins Þórunn Jónsdóttir og stjórnandi frá 2019 er Valmar Väljaots.

Kórinn gaf út sinn fyrsta og eina  geisladisk vorið 2008, hann ber nafnið „Sólardans á vori“ og er enn fáanlegur með því að hafa samband með tölvupósti í kvak@kvak.is. Kórinn heldur um það bil þrenna tónleika á ári og tekur auk þess að sér að syngja við hvers kyns tækifæri. Lagavalið er fjölbreytt, yfirleitt frekar á léttari nótunum og við allra hæfi. Æfingar kórsins eru á sunnudögum kl. 17:00 – 19:00 og aukaæfingar eftir þörfum.

Kennitala kórsins er  451001-3020 og netföngin: kvak@kvak.is; formadur@kvak.is; gjaldkeri@kvak.is