Lag: Pierpont. Ljóð: Loftur Guðmundsson. Úts.: Björn Leifsson
Þótt ei sjáist sól
sveipar jarðarból,
hug og hjarta manns,
heilög birt´um jól.
Mjöllin heið og hrein
hylur laut og stein.
Á labbi má þar löngum sjá
lítinn jólavein.
Klukknahreim, klukknahreim
hljóm´um fjöll og fell.
Klukknahreim, klukknahreim
ber á bláskins svell.
Stjarnan mín, stjarnan þín
stafa geisl´um hjarn.
Gaman er að get´um jól
glaðst sem lítið barn.
Komið, komið með
kring um jólatréð.
Aldrei hef ég eins
augnaljóma séð.
Björn fær hlaupahjól,
Halla nýjan kjól.
Sigga brúður sínar við
syngur Heims um ból.
Klukknahreim….