Í grænum mó

Lag: Gestur Guðfinnsson.  Ljóð: Sigfús Halldórsson.
Radds.: Aðalheiður Þorsteinsdóttir

 

Ég leit þau fyrst einn dag, einn sumardag
með drifhvít morgunský.
Í grænum mó þau léku fagurt lag
og léku það á ný.

Í lágri þúfu í þessum græna mó
var þeirra litla bú,
var þeirra yndi umlukt bjartri ró
og einni von og trú

og þegar sólin hneig í hafið rótt
og hvarf í roðaglóð,
ég sat þar oft og sat þar fram á nótt
við söng og ástarljóð.

og engin ást er sælli í óði’ og söng
en söng og óði þeim
og hvaða eilífð er þeim nógu löng
sem elskast hjörtum tveim,
sem elskast hjörtum tveim.