Ljóð: Örn Snorrason. Lag: Birgir Helgason. Radds. Daníel Þorsteinsson.
Hin rauðu fögru reyniber,
þau reyna´að hvísla sumu að mér
um allt, sem visnar, allt sem fer,
og angurvær ég heyri
um gleði þá, sem glötuð er
á gömlu Akureyri.
En sunnanþeyrinn þýtur hjá
og þylur brag við lauf og strá.
Ég held ég finni hjartað slá
og hlý þau bærast fleiri.
Við glóð og tryggðir gleðst ég þá
á gömlu Akureyri.