Lag: Felix Bernard. Ljóð: Ólafur Gaukur. Úts. Skarpi
Ljósa dýrð loftin gyllir,
lítið hús yndi fyllir,
og hugurinn heimleiðis leitar því æ,
man ég þá er hátíð var í bæ.
Ungan dreng ljósin laða,
litla snót geislum baða.
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ
lífið þá er hátið var í bæ.
Hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
sælli börn mun sjaldgæft ver´að finna,
ég syng um þau mín allra bestu ljóð.
Söngur blítt svefninn hvetur,
systkin tvö geta´ei betur,
en sofna hjá mömmu, ég man þetta æ,
man ég þá er hátíð var í bæ.