Ljóð: Ragnheiður Ásta Pétursdóttir. Lag Cole Porter.
Lengst inn í dal,
djúpum dal undir háum himinsal
frelsi ég finn.
Er ég ríð mína leið,
yfir Hreppa, Holt og Skeið
frelsi ég finn.
Ef ég ein fæ að dvelja í aftanblænum
og una mér við fuglasöng í lundi grænum
þó ég aftur verð´ að far´ að vinn´ í bænum
frelsi ég finn.
Alfrjáls og frí ég hef það best
með hnakk og hest
og hott og hí og hvergi ský.
Við Heklutind klárinn minn
með fjörtök stinn
og sunnan vindur kyssir kinn.
Ég ætl´ að ríða í austur til Eyjafjalla
því undurbjart er tunglskinið á jökulskalla
leysist sérhver vand´ og allir fjötrar falla
frelsi ég finn,
já, frelsi ég finn.
Lengst inn í dal,
djúpum dal undir himinsal
frelsi ég finn.
Er ég ríð mína leið,
yfir Holt og Skeið
frelsi ég finn.
Ef ég ein fæ að dvelja í aftanblænum
og una mér við fuglasöng í lundi grænum
þó ég aftur verð´ að far´ að vinn´ í bænum
frelsi ég finn.
Alfrjáls og frí ég hef það best
með hnakk og hest
og hott og hí og hvergi ský.
Við Heklutind klárinn minn
með fjörtök stinn
og sunnan vindur kyssir kinn.
Ba rú ba ba ba
ég ætl´ að ríða í austur til Eyjafjalla
því undurbjart er tunglskinið á jökulskalla
leysist sérhver vand´ og allir fjötrar falla
frelsi ég finn,
Já, frelsi ég finn,
Já Frelsi ég finn.