Lag: Diana King o.fl. Ljóð: Karl Ágúst Úlfsson. Úts. Björn Leifsson
Ég hef lifað áður. Ó já, ó já, ó já!
Saman í manni kemur heimurinn. – Já.
Já, allt gengur hring eftir hring, já,
allt gengur hring eftir hring,
allt gengur hring eftir hring. Já, já.
Ég er fyrrverandi tré, og tröllaukið svín,
ég er taugaveikluð mús og langamma þín,
ég var einu sinni dúkka fáguð og fín.
Ég var einu sinni gúrka, gaffall og skeið,
og glas af vatni, bíldekk, trönur og skreið,
líka illa sprottið gras í alfaraleið.
Í okkar heimi allt getur skeð
en eitt er víst að ég hef séð
það allt áður – ég hef lifað áður
og þessi lífsins þráður
hefur oft verið spunninn áður.
Áður – ég hef lifað áður
og þessi lífsins þráður
hefur oft verið spunninn áður.
Já, allt gengur hring eftir hring.
Já, já.
Það hljómar eins og steyp´en staðreyndin er,
að stórir jafnt sem smáir hlutar af mér
hafa verið leng´á sveimi þar eða hér.
Þett´er ekki draugasag´og alls ekkert bull,
því eitt sinn var ég húfa prjónuð úr ull,
og þar á undan magnað meðalasull.
Í okkar heimi allt …..
Ég hef lifað árður.
Ó – já, ó –já
Saman í manni kemur heimurinn. – Já.
Já allt gengur hring eftir hring.
Já allt gengur hring eftir hring.
Já allt gengur hring eftir hring
Já, já.
Ég var einu sinni rós og rigningarský,
ég var einu sinni húsið þar sem ég bý,
ég hef áður verið ausa, slæða og slý.
Þó ég deyi eins og ljós mun ég lifa upp á nýtt,
ég mun lifa vítt og breitt og langt og stutt og sítt,
ég mun lifa stórt og smátt og grátt og svart og hvítt.
Í okkar heimi allt getur skeð….