Lagavalsnefnd
Ana M. Korbar í sópran 1, Hólmfríður Þorsteinsdóttir í sópran 2, Þórunn Gunnarsdóttir í alt 1 og Halla Gunnlaugsdóttir í alt 2.
Fjáröflunarnefnd
- Sér um að finna fjáröflunarleiðir, skipuleggur þær, hefur umsjón með og heldur utan um þær fjáraflanir sem eru í gangi hverju sinni og hefur samstarf við aðrar nefndir ef þörf er á.
- Leggur fram hugmyndir fyrir stjórn.
- Skrifar beiðnir til fyrirtækja í samstarfi við stjórn / styrkir.
- Stefnt er að því að hafa að lágmarki tvær fjáröflunarleiðir á ári. Nefndin skipar formann / talsmann.
Anna J. Benjamínsdóttir
Ellen Einarsdóttir
Kristín S. Grétarsdóttir
Ragnhildur Ingólfsdóttir
Sigríður Jósteinsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Skemmti- og viðburðarnefnd
- Hefur yfirumsjón með að skipuleggja skemmtanir og aðra viðburði í samstarfi við stjórn. Standi meira til sér hún um að fá aðrar með sér í skipulagningu.
- Nefndin skipar formann.
- Ef um stærri viðburði er að ræða, s.s. árshátíð kórsins sér nefndin um undirbúning og frágang, útvegar húsnæði, skreytingar, mat, tónlist, drykki og þjónustu.
- Nefndin sér um að halda til haga upplýsingum um undirbúning viðburða í tilheyrandi möppu, t.d. kostnaði.
Alt 2
Umsjónarkona búninga
- Heldur utan um stöðu kjóla. Konum er skylt að láta umsjónarmann búninga vita þegar um lagfæringar og breytingar á kjólum er þörf og hún heldur bókhald/skráningu yfir það.
- Fylgist með að alltaf séu til nægir kjólar og metur þörf á nýjum kjólum sem og að sjá um að þær sem hætta skili kjólum sbr. reglur.
- Gjaldkeri er tengiliður stjórnar við umsjónarmann búninga og gjaldkeri fær upplýsingar um þegar nýir/notaðir kjólar eru saumaðir og afhentir. Nauðsynlegt er að hafa alltaf kórbúningareglur til hliðsjónar.
Þorbjörg Þórisdóttir
Kaffinefnd
- Sér um að hella upp á kaffi og veitingar á æfingum og æfingardögum. Sér til þess að til sé kaffi og mjólk. Leitar tilboða í mat /veitingar á æfingardögum og öðrum viðburðum sem upp geta komið.
- Hjálpar til við undirbúning og frágang eftir viðburði/æfingardaga og þessháttar.
- Nefndin lætur vita ef forföll verða og sér um að fá aðra fyrir sig.
Jóhanna Magnúsdóttir
Kristín Sigrún Grétarsdóttir
Kristín Konráðsdóttir
Ferðanefnd
- Ferðanefnd starfar í samstarfi við stjórn. Sér um undirbúning ferða s.s. rútu, flug, hótel, mat, skoðunarferðir og fleira sem við á hverju sinni. Fær aðrar nefndir til liðs við sig ef þörf er á hverju sinni.
Ana Korbar
Margrét Ragúels
Heimasíðu og –kynningarnefnd
- Hefur það að markmiði að gera kórinn sýnilegan í samfélaginu, kemur okkur á framfæri og leitar tækifæra fyrir kórinn til að koma fram. Sendir tilkynningar í fjölmiðla til að vekja athygli á kórnum.
- Kemur etv. fram fyrir hönd kórsins. Hefur t.d. tengingu við N4 varðandi kynningar og viðtöl og þess háttar. Sendir tilkynningar á netmiðlana! Sendir áfram fréttir um tónleika og viðburði á þá sem eru á póstlista.
Aðalbjörg Sigmarsdóttir
Valdís Þorsteinsdóttir
Auglýsinga-, og söngskrárnefnd
- Hefur yfirumsjón með auglýsingasöfnun í samstarfi við fjáröflunarnefnd og gerð söngskrár og plakata fyrir tónleika. Sér um að gera auglýsingu og panta pláss í Dagskránni eða öðrum miðlum ef við á (eftir því hvar við ætlum að hafa viðburði hverju sinni)
- Útbúa, panta og prenta aðgöngumiða fyrir tónleika. Sjá um utanumhald að úthlutun miða til kórkvenna ef þörf er á.
- Hengja upp plaköt á fjölmennum opinberum stöðum
Valdís Þorsteinsdóttir
Tónleikanefnd, palla, stóla og salarnefnd
- Stjórnin ákveður tónleikadaga, tónleikastaði, undirleikara og einsöngvara í samráði við stjórnanda.
- Tónleikanefnd aðstoðar við þennan undirbúning eftir þörfum og sér um að útvega palla, blóm o.fl. sem þarf til tónleikahalds og sér um að útvega fólk í miðastölu.
Una Þórey Sigurðardóttir
Eygló Arnardóttir
Nótnaverðir
- Heldur utan um nótnasafn kórsins og sér um ljósritun ef þarf.
Þórunn Gunnarsdóttir
Anna Dóra Gunnarsdóttir
Raddformenn
- Raddformaður er fulltrúi hverrar raddar og tengiliður hennar við stjórnina. Hann heldur utan um símboðanir og hringilista fyrir sína rödd. Skilar inn til stjórnar í lok hverrar annar mætingarlistum.
- Kannar mætingu á tónleika og aðra viðburði þar sem kórinn kemur fram og heldur utan um það.
- Lætur stjórn vita fjórum vikum fyrir tónleika. Raddformenn halda utan um nýjar konur, sér um að þær falli vel inn í hópinn og veitir almennar upplýsingar um kórinn, s.s. heimasíðuna og starfsreglur.
- Ef raddformaður forfallast þarf hann að fá einhvern annan fyrir sig. Ennfremur ber kórkonum að tilkynna forföll til raddformanns.
Sópran 1: Hafdís Á. Þorvaldsdóttir
Sópran 2: Stella Sverrisdóttir
Alt 1: Guðrún Hreinsdóttir
Alt 2: Lilja Jóhannsdóttir
Íhlaupanefnd lögð niður
- Í íhlaupanefnd eru kórkonur sem eru tilbúnar að hjálpa til með ýmis tilfallandi verk hverju sinni.