Búningareglur

Kórbúningar eru hannaðir af Kristínu Þöll Þórsdóttur – Saumakompunni – í samvinnu við búninganefnd og stjórn Kvennakórs Akureyrar starfsárið 2008-2009. Heildarverð kórbúninga var að fullu greitt í feb.-maí 2009 með fjáröflunarfé kórfélaga og voru fyrst teknir í notkun í vorferðalagi kórsins til Neskaupsstaðar 5-7. Júní 2009.

1. Kórbúningarnir eru eign Kvennakórs Akureyrar og fær kórfélagi þá að láni gegn greiðslu stofngjalds. Kórfélagi hefur búninginn í sinni umsjá. Stofngjald var ákveðið á aðalfundi, 7000 krónur sem er 20% af heildarverði kjólsins. Gjaldkeri sér um innheimtu gjaldsins í samvinnu við búninganefnd.

2. Umsjónarkona kórbúninga er kosin á aðalfundi úr hópi kórfélaga. Skal hún hafa umsjón með útleigu og skráningu kjóla og vera tengiliður kórsins við hönnuðinn Kristínu Þöll.  ATH !  Kjólar eru nú geymdir á Litlu saumastofunni í Brekkugötu 9. (2022)

3. Ekki er leyfilegt að klæðast kórbúningnum við önnur tækifæri en með kórnum.

4. Óheimilt er að gera breytingar á kórbúningunum þ.e. stytta eða þrengja nema í fullu samráði við umsjónarkonu kórbúninga. Hönnuður kjólsins verði fenginn til að sjá um breytingar og verði þær á kostnað kórfélaga.

5. Varðandi hreinsun á búningi skal þvo hann á 30-40 gráðum og kjólinn skal þvo einan og sér eftir leiðbeiningum sem fylgja kjólnum.

6. Nauðsynlegt er að hengja kórbúninginn upp í fatapoka og passa að vel fari um hann.

7. Nauðsynlegt er að kórfélagi ferðist með kórbúninginn í fatapoka á milli staða, t.d. þegar sönguppákomur eru annars vegar. Skylt er að klæða sig í kórbúninginn á söngstað.

8. Kórfélagar skulu klæðast svörtum sokkabuxum og svörtum betri skóm. Eingöngu er leyfilegt að bera fínlegt skart um háls og ekki ilmvatn.

9. Hluti af félagsgjaldi fer í sjóð til kaupa á nýjum kórbúningum og nauðsynlegt viðhald og lagfæringu á þeim.

10. Taki kona sér leyfi skal hún leggja hreinan kórbúninginn inn til umsjónarkonu kórbúninga og hann notaður ef þörf er á. Reynt skal að halda kjólnum fyrir viðkomandi konu þannig að hún fái hann aftur ef ekki líður lengri tími en ein önn.

11. Kórkona sem tekur sér leyfi í 2 ár eða minna  þarf ekki að greiða stofngjald. Eftir þann tíma greiðist hálft stofngjald.

12. Ef kórfélagi hættir ber honum að skila kórbúningnum hreinum til umsjónarkonu kórbúninga innan mánaðar. Kórkonur borga félagsgjald þangað til kjólnum er skilað.

13. Ef kórbúningur glatast eða óhapp hendir verður viðkomandi kórfélagi að greiða kostnað af nýjum búningi.

14. Allir aukakórbúningar skulu vera í vörslu umsjónarkonu kórbúninga.

15. Stjórn sér um að tryggja búninga hjá tryggingarfélagi vegna ferðalaga.

Stjórn Kvennakórs Akureyrar,
samþykkt á aðalfundi 11. Maí 2009.

Kórbúningarnir eru til í sex mismunandi stærðum (XS, S, M, L, XL, XXL).

Kórfélagi verður ávallt að  muna að um kórbúning er að ræða sem er notaður í nokkur skipti á ári hverju og notast að jafnaði 2-4 sinnum á önn. Óski kona lagfæringa á kórbúningi sínum skal fyrst aðgæta hvort ekki er til annar sem passar henni betur. Engar tvær konur eru eins og því fara búningarnir eftir því. Hafa ber í huga að kjóll sem t.d. hefur verið saumaður í stærð Medium getur auðveldlega endað í sérsniðnum kjól í stærðinni S sem síðan nýtist erfiðlega á aðra kórkonu seinna meir. Breytingar geta verið óafturkræfar og dýrar.

Mælt er eindregið með að konur velti sér ekki of mikið upp úr smáatriðum og muni að um kórbúning er að ræða en ekki sparikjól. Breytingar skal forðast svo lengi sem unnt er.