Íslenskt þjóðlag / þjóðvísur. Radds.: Jórunn Viðar
Við skulum þreyja
þorrann og hana góu
og fram á miðjan einmánuð;
þá ber hún Grána.
Dúfan í Danmörk
hún er hlaðin baugum.
Gull er hennar nefi á,
allt upp undir augum.
Bí, bí og blaka,
álftirnar kvaka.
Ég læt sem ég sofi
en samt mun ég vaka.