Lag og úts.: Daníel Þorsteinsson. Ljóð: Anna Dóra Gunnarsdóttir.
Haustið er unaðleg árstíð,
yndi það vekur mér.
Sólin á lofti lækkar þá,
litskrúðið fagurt líta má,
verða um munnana börnin blá
á berjum er gæða þau sér.
Dú rú lú dú ….
Mættur er Snæfinnur snjókarl,
snaggaralegur er hann.
Á magasleða Mangi fer
mikinn og allvel unir sér.
Sjá hann á skíðum það skondið er,
en skauta hann allvel kann.
Dú rú lú …
Nú má þess vænta að vetur
vorinu lúti skjótt.
Fuglarnir syngja´í sólinni,
sóley í túni hjá lambánni,
bærist þá gróður í golunni,
gullroðin birta um nótt.
Dú rú lú …
Oft er á sumrin til sveita
sælunnar tíðin góð.
Við kaupakonu á fjörur fer
fjósapiltur og kátur er.
Neðan í túnfæti tylla sér
og teyga þar kvöldsólarglóð.
Dú rú lú …