Lag: I. Berlin. Ljóð: Stefán Jónsson. Úts. Björn Leifsson
Ég man þau jólin mild og góð
er mjallhvít jörð í ljóma stóð
stöfuð stjörnum bláum
frá himni háum,
í fjarska kirkjuklukknahljóð.
Ég man þau jól, hinn milda frið,
á mínum jólakortum bið,
að ævinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið.