Úkraínskt þjóðlag. Texti: Sigríður I. Þorgeirsdóttir
Hljóðnar nú haustblær húsið við rótt.
Dvelur við dyrnar drungaleg nótt.
Fljúga þá fuglar flestir sinn veg,
kvakandi kvíðnir – kvöldljóðin treg.
Svífur burt sumar sólar í lönd,
kveður létt kossi klettótta strönd,
ljósu frá landi leysir sitt band,
byltist þung bára – bláan við sand.
Breiðir svo húmið hljóðlátan væng,
milt eins og móðir mjúkri hjá sæng.
Fjúka um foldu fölnandi blóm,
hlýða á haustsins – helkaldan dóm.