Lag: Sigurður Rúnar Jónsson. Ljóð: Guðmundur Böðvarsson
Komdu litli ljúfur,
labbi pabba stúfur
látum draumsins dúfur
dvelja inni’ um sinn,
heiður er himinninn.
;;Blærinn faðmar bæinn,
býður út í daginn.
Komdu, kalli minn.;;
Hér bjó afi’ og amma,
eins og pabbi’ og mamma.
Eina æfi’ og skamma,
eignast hver um sig,
stundum þröngan stig.
;;En þú átt að muna
alla tilveruna
að þetta land á þig.;;
Göngum langar leiðir,
landið faðminn breiðir,
Allar götur greiðir
gamla landið mitt,
sýnir hjarta sitt.
;;Mundu, mömmu ljúfur,
mundu, pabba stúfur,
að þetta er landið þitt.;;