Haustkvöld

Lag: Örlygur Benediktsson fyrir Landsmót Gígjunnar 2011. Ljóð Brynja Bjarnadóttir.

Ég sé haustsins rökkur síga yfir sumarheita nótt.
Ég sé sólskinsdaginn hverfa undurhljótt.
Ég sé söngfuglana hópa sig og halda burt um sinn.
Ég finn haustið sveipa óskadrauminn minn.

Ég sé snjókorn falla á fjörustein og fossins klakabönd.
Ég sé fjöllin skarta hvítri jökulrönd.
Ég sé mánann líka læðast bak við kolgrátt kólguhnoð.
Ég finn kuldann sveipa um mig ísavoð.

Viltu dansa meðan vetrarhúmið sígur sundið á.
Meðan sindra´ á himni töfraleiftur blá.
Viltu dansa´ og láta tónflóðið freyða sálinni í.
Viltu faðma mig við brimsins trumbugný.

Viltu dansa þar til klakaböndin bresta vinur minn.
Þar til bráðnar allur vetrarjökullinn.
Viltu halda mér í fangi þínu, syngja ástarsöng.
Viltu sitja hjá mér vetrarkvöldin löng.

Þegar vorsins birta sendir okkur yl um alla jörð.
Þegar ómar fuglakvak um lygnan fjörð.
Þegar sumarkátir fossar leika létt um laut og dal.
Viltu leiða mig um draumsins töfrasal.

Og núna þegar hárin grána hjartans vinur minn.
Þegar hljóðnar amli æskuhláturinn.
Viltu dansa eins og áður við mig, syngja ástaróð.
Meðan aftansólin skín á forna slóð.

Viltu dansa meðan vetrarhúmið sígur sundið á.
Meðan sindra´ á himni töfraleiftur blá.
Viltu dansa eins og áður við mig, syngja ástaróð.
Meðan aftansólin skín á forna slóð.
Meðan aftansólin skín
Meðan aftansólin skín
Meðan aftansólin skín á forna slóð.