Fagra jólanótt

Ungverskt jólalag. Texti: Hjörleifur Hjartarson

 

Ó hvílík fregn um fagra jólanótt,

fegursta rósin send er allri drótt.

Sonur Guðs nú sefur vær,

sæll í jötu hvíld hann fær.

Hljóð er helga nóttin,

hljóð er helga nóttin.

 

Ó hvílík fregn um fagra jólanótt

fegursta rósin send er allri drótt.

Sonur Guðs nú sefur vær,

sæll í jötu hvíld hann fær.

Hljóð er helga nóttin,

hljóð er helga nóttin.

 

Sjá hann er Drottins son í líki manns.

Saklaus hann flytur boðskap kærleikans.

Huggar þá sem harmar þjá,

læknar sjúk’ og leiðir þá

helgum lífs að lindum,

helgum lífs að lindum.