Lag: Artie Wayne. Ísl texti: Jón Sigurðsson
Ég horf’á snjókornin
þau falla’ á gluggann minn.
Ég óska mér oft
að vera eitt af þeim.
Og fljúga’ í fjarlæg lönd,
að finna aftur það sem,
ég átti eitt sinn
er ég var lítið barn:
Þennan hvíta jólafrið,
ég er ein, og allir fara
fram hjá mér.
Öllum sama er,
halda sína leið og eftir er ég hér,
einmana á jólanótt.
Ég heyri klukknahljóm
og glaðar raddir syngja
því gleðileg jól,
nú gerast heims um ból.
Ég hélt þú biðir mín,
við ættum jólin ein.
Þú fannst þér aðra leið,
það eina sem ég sé
er bara lítið jólatré
einmana og yfirgefið eins og ég.
Öllum sama er,
halda sína leið og eftir er ég hér,
einmana á jólanótt.
Allt er nú umvafið ást
ég vildi vera ein með þér.
Hvers vegna fórstu frá mér?
Lítið jólatré, einmana og yfirgefið
eins og ég.
Öllum sama er,
halda sína leið og eftir er ég hér,
einmana á jólanótt.