Verndarvængur

VERNDARVÆNGUR
Ljóð: Gerður Kristný. Lag: Bára Grímsdóttir

Angi hvílir undir sæng,
ennið skreytir lokkur.
Breiddu yfir verndarvæng,
vertu, Guð með okkur.

Þegar syrtir sálu í
svo að betur megum
vernda börnin brosmild, hlý,
það besta sem við eigum.

::Nú opna ég óðum gluggann minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::

Húsð sveipast helgum frið,
héluð borgin sofnar.
Á kerti núna kveikjum við,
kvöldsins birta dofnar.

Senn er komin niðdimm nótt,
næðir rok um hjarnið.
Engill flýgur ofurhljótt
yfir litla barnið.

::Nú opna ég óðum gluggan minn,
engli blíðum hleypi inn,
engli blíðum hleypi inn::