Við líðum hér um loft

Við líðum hér um loft
Úr Snjókarlinum, lag: Howard Blake

 

Við líðum hér um loft
í ljósi mánans fljótum við.
Við svífum sælir hér er sefur mannfólkið.

 

Ég held í hönd þér fast
um himinbláa nótt ég fer
ég finn ég tekst á flug, ég flýg svo hátt með þér.

 

Út um allan heim
má ótal draumaborgir sjá
og skóga, fljót og fjöll
sem flæða stöðugt hjá.

 

Standa börn steinhissa,
stara nær og fjær.
Ekki neinn niðr´á jörð því trúað fær.

 

Við svömlum sælir hér
við syndum gegnum frosin ský
og líðum yfir ísiþakin fjöll á ný.

 

Leiftursnöggt lækkum flug, líðum yfir haf
vekjum brjálað villidýr sem vært þar svaf.

 

Við líðum hér um loft
í léttum dansi svífum hátt
og út um víða veröld veifar fólkið kátt.