Ljóð: Einar Beinteinsson. Lag: Birgir Helgason
Geislum úðar Glóey skær um grund og móinn.
Klakahrúður svelgir sær og syngur spóinn.
Blómaskrúða fagran fær,
blómaskrúða fagran fær,
nú foldin gróin.
Lækir tærir hoppa´úr háum hlíðar vöngum,
strengir hræra fossar fráu´ í fjallaþröngum.
Lifa kæru ljóðin smáu,
lifa kæru ljóðin smá´í
lóusöngnum.
Fagra vorið bægir banni, batnar tíðin.
Endurborin sést með sanni sveitarprýðin.
Léttist sporið lúnum manni,
léttist sporið lúnum manni,
linast kvíðinn.
Fram á Unnar bjarta beði bylgjan stillist.
Harðneskjunnar blái breði bjarma gyllist.
Sólskríkunnar söngvagleði,
sólskríkjunnar söngva gleði,
sál mín fyllist.