Ljóð Rósberg G. Snæland. Lag: Birgir Helgason
Hverfur sól að ægisós
aldan krappa stynur.
Ég skal kveikja kertaljós
hjá hvílu þinni vinur.
Ég skal vaka og vagga þér
vært á söngsins öldum.
Handan vöku athvarf er
allra á dimmum kvöldum.
Við þér brosa blómalönd
björt í töfrum sínum.
Þegar lítil ljúflingshönd
lokar augum þínum.
Gleymdu hörmum horfins dags
húmið frá þér víki.
Svífðu á vængjum ljóðs og lags
ljúft um draumsins ríki.