Jesú, mín morgunstjarna
Íslenskt þjóðlag (úr Hólabók 1619) Ljóð: 1.vers höf ókunnur, 2.3 vers Magnús Runólfsson
Jesú, mín morgunstjarna,
með náð lýs þinni hjörð.
Þinn ljóma þiggjum gjarna
á þessa dimmu jörð,
fyrir þitt friðarorð.
Þú birtu slær á brautir
og burtu dimman flýr,
en léttast lífsins þrautir,
er ljómar dagur nýr,
mín dýrðarstjarna dýr.
Lát dýran dag þinn rísa
mín dagsins stjarna skær,
mér vegu ljóssins vísa,
og ver mér ætíð nær,
ó, morgunstjarna mær.