Lag: Frederick Loewe.
Hefði ég bara húsaskjól,
hreina stofu og ylvolgt ból
og risastóran stól…
ó yrði’það ekki unaðslegt?
Fullt af súkklaði fæ ég mér,
fullt af kolum í ofninn ber,
hve gott að ylja sér,
ó yrði það ekki unaðslegt?
Ó, hve unaðslegt bara’að una þar við unaðinn,
ekki’að vakna fyrr en vorsól veltur um gluggann inn.
Einhver hvílir í kjöltu mér
karlmannlegur og blíður er,
hann alltaf um mig sér…
ó, yrði það ekki unaðslegt?
Ó, hve unaðslegt bara’að una þar við unaðinn,
ekki’að vakna fyrr en vorsól veltur um gluggann inn.
Einhver hvílir í kjöltu mér
karlmannlegur og blíður er,
hann alltaf um mig sér…
ó, yrði það ekki unaðslegt?
Unaðslegt! Unaðslegt! Unaðslegt!