Söngur Elisu (úr May Fair Lady)

Lag: Frederick Loewe.

Sópran 1
Rúm! Rúm! Ég fer ekki’neitt í rúm!
Mig svimar strax ef halla ég mér hér!
Nei! Nei! Ég sef ei neitt í nótt,

ekki þó að gull þið gæfuð mér!

Ég þráði’að dansa’í nótt,
að dansa’í alla nótt,
sem dugað hefði skammt.
Ég þráði’að þjóta’á flug,
á mörgu hafði hug
sem ekki er mér tamt.

Ég veit ei þó
hvað vakti’og bjó þar undir
hví hjartað sló svo hratt og ótt.
Ég bara veit ég fann
að ég steig dans við hann
og þráði dans, dans, dans í nótt.

Alt 2
Senn er hún þrjú nú.
Hvað segir þú nú?
Væri’ekki rúmið best?

Ég þráði’að dansa’í nótt,…

Alt2
Þú ert svo þreytt.
Ertu’ekki dauð?
Já, alveg stjörf,
og augun rauð.
Hættu’þessum ósið
og slökktu ljósið.
Tími’er til kominn að þú háttir þig.
Já, vertu fljót,
það er langbest
eða frú Pearce
þér verður verst.
Þetta’er svo seint að
við liggur beint að
þú fáir pest.

Ég veit ei þó …

Alt 2
Allt þetta skil ég,
allt gott þér vil ég.
Nú skaltu fá þér blund.

Ég þráði’að dansa’í nótt…

Ég veit ei þó …