Lag: Atli Heimir Sveinsson. Ljóð: Atli Már Árnason. Úts.: Marteinn H. Friðriksson
Sjáðu, sjáðu svanur,
skógurinn er að skemmta sér,
sko hann bangsi dansa fer.
Svanur á báru.
Veröldin blíð.
Í suðri gala gaukar
grösin spretta´ og laukar,
sæl er sumartíð.
Syngdu, syngdu svanur.
álfar hoppa, einn, tveir, þrír,
öll nú kætast skógardýr.
Svanur á báru.
Veröldin blíð…
Hjúfra, hjúfra svanur,
í hálsakoti hjúfra þig,
ég held þú megir kyssa mig.
Svanur á báru.
Veröldin blíð…