Bráðum aftur birta fer,
bráðum kemur vorið,
bráðum þrautin búin er,
bráðum léttist sporið
Þegar úti hamast hríð,
hörku stormar æða,
láttu sól og sumartíð
sálarklakann bræða
Um það hefur lífsins letur
löngum vitni borið:
Ef það væri enginn vetur
ekki kæmi vorið.
Eftir hríðar óttusöng
oft á tíðum strangan,
vorsins blíða ljúf og löng
leikur þýð um vangann.