Landsmót íslenskra kvennakóra á Akureyri 2014

Hér birtast pistlar og bréf frá landsmótsnefndinni

Bréf frá landsmótsnefnd 21.11.2013

Kæru kórsystur

Við í Kvennakór Akureyrar hlökkum mikið til að hitta ykkar allar á Landsmóti íslenskra kvennakóra vorið 2014.
Þökkum kærlega þær góðu viðtökur sem við fengum á kynningu landsmótsins á aðalfundi Gígjunnar þann 26. október sl. Undirbúningur gengur vel þó enn sé mörgu ólokið.
Það lítur vel út með þátttöku kóra af öllu landinu.
Við viljum minna á að skráning og greiðsla staðfestingargjalds á að vera lokið í síðasta lagi þann 15. janúar.
Staðfestingargjaldið er 7.500 krónur á konu og þarf hver kór að greiða gjaldið í einni greiðslu.

Reikningsnúmerið er 565-14-607485, kt. 451001-3020 og netfangið er gjaldkeri@kvak.is
Mikilvægt er að fá skráninguna á réttum tíma því fyrr getum við ekki gefið út hvert mótsgjaldið verður. Fljótlega eftir að kórar greiða staðfestingargjaldið verður söngheftið með lögum landsmótsins sent til þeirra.
Meðfylgjandi er endanleg útgáfa af söngsmiðjunum og gott væri að fá upplýsingar frá kórunum sem fyrst um val þeirra á  söngsmiðju.
Ef einhverjar spurningar eru þá endilega sendið okkur póst.

Gígjusmiðja, lög úr fórum kvennakórsins Gígjunnar á Akureyri og Jakobs
Tryggvasonar: Sigrún Magna Þórsteinsdóttir
       
o    Bátssöngur – Úr Æfintýrum Hoffmanns eftir J. Offenbach, úts. Max Spickers,
höfundur ljóðs óþekktur
o    Betlikerlingin – Lag Sigvaldi S. Kaldalóns, ljóð Gestur Pálsson, úts. Jan Móravek
o    Fjallkonan – Lag Sigfús Einarsson, ljóð Freysteinn Gunnarsson, radds. fyrir
kvennakór Jakob Tryggvason

Madrigalasmiðja: Michael Jón Clarke

o    Amor vittorioso – Giovanni Gastoldi, um 1566-1622
o    Now is the Month of Maying – Thomas Morley
o    Weep, oh mine eyes – John Bennet, radds. fyrir kvennakór Jakob Tryggvason

Norræn kvennakóralög: Ingibjörg Guðjónsdóttir
o    Ack, ack – Sænskt þjóðlag í útsetningu Hogenäs og Källman
o    Eatnemen vuelie / Söngur jarðar – Frode Fjellheim
o    Kom natt – Hillevi Dahl

Rokksmiðja: Sigríður Eyþórsdóttir

o    Nothing else matters – James Hetfield & Lars Ulrich, úts. Daníel Þorsteinsson
o    Trees in the Wind – lag og ljóð Eivör Pálsdóttir, úts. Daníel Þorsteinsson
o    You´ve got a friend – lag og ljóð Carole King, úts. Daníel Þorsteinsson

Spunasmiðja: Eyþór Ingi Jónsson
o    Hljóðnar nú haustblær – Úkraínskt þjóðlag, ljóð Sigríður J. Þorgeirsdóttir, úts. Jaan Alavere
o    Maliswe – Afrískt lag
o    Nú hverfur sól í haf –Lag Þorkell Sigurbjörnsson, ljóð Sigurbjörn Einarsson

Þjóðlagasmiðja: Guðmundur Óli Gunnarsson

o    Hotaru koi – Japanskt barnalag, úts. Ogura
o    Niska Banja – Serbneskt lag, úts. Nick Page
o    Vísur gamals  smala – Finnskt þjóðlag, ljóð Kristján frá Djúpalæk, úts. Franz Burkhart

Sameiginleg lög:
o    Do you hear the people sing? – Lag Claude-Michel Schönberg, enskur texti
Herbert Kretzmer, úts. Guðmundur Óli Gunnarsson
o    God only knows – Lag Brian Wilson, ljóð Tony Asher, úts. Daníel Þorsteinsson
o    Tvær stjörnur – Lag og ljóð Megas, úts. Daníel Þorsteinsson
o    Vor í Garði – Lag Hugi Guðmundsson, ljóð Jakobína Sigurðardóttir

1. val – er sú söngsmiðja sem kórinn vill helst taka þátt í.
2. val – er sú söngsmiðja sem er í öðru sæti hjá kórnum.
3. val – er sú söngsmiðja sem er í þriðja sæti hjá kórnum.

Ekki er hægt að lofa því að allir komist í þá söngsmiðju sem er í 1. vali. Rétt er að taka fram að ætlast er til að kórkonur verði búnar að æfa lögin fyrir söngsmiðjurnar. Gert er ráð fyrir því að hver kór fari í sömu söngsmiðju. Ef um er að ræða mjög stóran kór eða ef stjórnandi viðkomandi kórs treystir sér til þess að æfa fyrir fleiri en eina söngsmiðju þá er það einnig möguleiki.
Nafn kórs: ________________________________
Fjöldi kórfélaga:____________________________
_____________________________________________________________________

1. val    2. val    3. val
Norræn kvennakórasmiðja
Spunasmiðja
Rokksmiðja
Þjóðlagasmiðja
Gígjusmiðja
Madrigalasmiðja

Óskir um söngsmiðju sendist á meðfylgjandi valblaði til Snæfríð Egilson á netfangið kristnes7@simnet.is
Ef spurningar vakna hikið ekki við að hafa samband í síma 8996297 (Snæfríð)

 Pistill 29.8.2013

Ágætu kvennakórar 

Á aðalfundi Gígjunnar í október sl. var Landsmótið á Akureyri kynnt stuttlega fyrir fundargestum. Upplýsingar um Landsmótið á Akureyri sem halda á dagana 9. til 11. maí 2014 er að finna inni á síðu KVAK www.kvak.is . Móttaka verður í Menningarhúsinu Hofi föstudaginn 9. maí kl. 15:00.

Búið er að ákveða þemu smiðjanna og staðfesting er komin frá öllum smiðjustjórum.

Norræn kvennakóralög:  Ingibjörg Guðjónsdóttir
Spunasmiðja:  Eyþór Ingi Jónsson
Rokksmiðja:  Sigríður Eyþórsdóttir
Þjóðlagasmiðja:  Guðmundur Óli Gunnarsson
Gígjusmiðja – Lög úr fórum kvennakórsins Gígjunnar á Akureyri og Jakobs Tryggvasonar:  Sigrún Magna Þórsteinsdóttir

Þegar lög smiðjanna er komin á hreint, verður sent út annað bréf þar sem kórarnir eru beðnir um að velja um smiðju.

Það lítur út fyrir góða mætingu hingað til Akureyrar næsta vor því margir kórar hafa látið vita að þeir áætli að mæta, en okkur langar samt að biðja alla þá sem ætla að koma að svara þessum pósti og senda eftirfarandi upplýsingar:

Hve margar konur áætla að mæta úr kórnum.
Hvar kórinn áætlar að gista – ef þið þurfið aðstoð þá hafið samband við landmótsnefnd
.

Staðfestingargjald er 7.500 kr. á konu og er óafturkræft, það þarf að greiða í síðasta lagi 15. nóvember 2013. Áætlað er að nótnaheftin verði tilbúin til sendingar fljótlega eftir að staðfestingargjald er greitt. Nánar um greiðslumáta síðar.

Mótsgjaldið er ekki komið á hreint en verður ekki hærra en kr. 30.000.

Vinsamlegast sendið upplýsingar á netfangið kristnes7@simnet.is  sem fyrst um mætingu kórsins ykkar á landsmótið.

Við hlökkum til að heyra í ykkur
Bestu kveðjur frá Landsmótsnefndinni Akureyri

Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir,          annabs@eyjar.is       s. 8971693
Hólmfríður Þorsteinsdóttir,                 holmfridur@ma.is      s. 8665175
Snæfríð Egilson,                                kristnes7@simnet.is   s. 8996297

Maí 2013:

Um Landsmót

Landsmót íslenskra kvennakóra er haldið á þriggja ára fresti á vegum Gígjunnar,  landssamtaka íslenskra  kvennakóra. Mótið verður haldið í níunda sinn dagana 9. – 11. maí 2014 á Akureyri og mun Kvennakór Akureyrar sjá um framkvæmdina að þessu sinni.

Almennar upplýsingar 

Undirbúningur fyrir landsmótið hér á Akureyri hófst í raun um leið og ljóst varð að það yrði haldið hér á Akureyri  árið 2014. Landsmótnefnd var sett á laggirnar og höfum við reynt að funda reglulega síðan og margt spennandi er í gangi hjá okkur.

Dagsetningin er komin á hreint og dagana 9. – 11. maí árið 2014 eigum við von á fullt af hressum og söngglöðum konum til Akureyrar og við hlökkum mikið til. Við stefnum fastlega á að geta haldið tónleika landsmótsins í  Menningarhúsinu Hofi enda frábær tónleikastaður sem við erum mjög stoltar af.

Okkur fannst hún Margrét Bóasdóttir standa sig svo afbragðs vel í sínu hlutverki á Selfossi og því leituðum við til hennar um að vera mótstjóri. Okkur til mikillar gleði hefur hún samþykkt það og erum við heppnar að geta leitað til hennar enda mikill viskubrunnur þar á ferð.

Margar og spennandi hugmyndir hafa komið að vinnuhópum enda margt í boði. Við erum í dag komnar með nokkuð fastmótaðar vinnusmiðjur og smiðjustóra. Að venju er  leitast við að tengja hópana og tónskáldin við heimaslóðir að einhverju leyti.  Búið er að ræða við nokkra tónlistarmenn héðan af svæðinu og það er mikill áhugi á samstarfi.

Búið er að fá tónskáld til liðs við okkur, sem bíður spenntur eftir að fá að semja fyrir okkur og við erum afar spenntar að sjá útkomuna. Varðandi sameiginlegu lögin, þá höfum við í raun ákveðið hvaða lög það verða og okkur sjálfum þykir þau  afar spennandi og fjölbreytt.

Nú þegar hafa nokkrir kórar tryggt sér gistingu á Akureyri og inn á þessum vefsíðum er hægt að finna upplýsingar um alla gististaði á Akureyri og í nágrenni.

http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur/hotel-og-hotelibudir
http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur/gistiheimili-og-ibudagisting
http://www.visitakureyri.is/is/gisting-og-radstefnur/utan-akureyrar

Við hlökkum mjög mikið til að sjá ykkur sem allra flestar á Akureyri í maí 2014 og við stefnum á að halda skemmtilegt, spennandi og lærdómsríkt landsmót hér.

Landsmótsnefnd

Snæfríð Egilson s. 899-6297 kristnes7@simnet.is
Anna Breiðfjörð Sigurðardóttir s. 897-1693 annabs@eyjar.is; gjaldkeri@kvak.is
Hólmfríður Þorsteinsdóttir s. 866-5175 holmfridur@ma.is